Til baka

Þriðjudagsfyrirlestur: Sjónarafl – þjálfun í myndlæsi, brú inn í skólakerfið

Þriðjudagsfyrirlestur: Sjónarafl – þjálfun í myndlæsi, brú inn í skólakerfið

Þriðjudaginn 25. mars kl. 17-17.40 halda Ragnheiður Vignisdóttir, fræðslu- og útgáfustjóri, og Ingibjörg Hannesdóttir, sérfræðingur fræðslu og miðlunar, hjá Listasafni Íslands síðasta Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins í Listasafninu undir yfirskriftinni Sjónarafl – þjálfun í myndlæsi, brú inn í skólakerfið.

Í fyrirlestrinum munu þær fjalla um þróun verkefnisins og útgáfu námsefnisins. Námsefnið miðar á markvissan hátt að því að tengja kennslu í myndlæsi og listasögu við skólakerfið. Einnig verður fjallað um þann margþætta ávinning sem hlýst af þjálfun í myndlæsi og hvernig nýta megi kennsluaðferðina á mismunandi skólastigum sem og í safnfræðslu.

Listasafn Íslands hlaut tilnefningu til Íslensku menntaverðlaunanna 2024 fyrir framúrskarandi fræðslustarf og útgáfu bókarinnar.

Þriðjudagsfyrirlestrarnir eru samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Myndlistafélagsins og Gilfélagsins og hefja aftur göngu sína næstkomandi haust.

Hvenær
þriðjudagur, mars 25
Klukkan
17:00-17:40
Hvar
Listasafnið á Akureyri, Kaupvangsstræti, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir