Til baka

The Board Game Foundry

The Board Game Foundry

Borðspilastúdíó, ókeypis vinnustofa þar hannað er borðspil frá upphafi til enda.
Nóvember er spilamánuður.
 
Velkomin í The Board Game Foundry!
The Board Game Foundry er hópur sem vinnur að því að hanna saman borðspil. Hópurinn ætlar að hittast fjórum sinnum í nóvember en ekki er nauðsynlegt að mæta í öll skiptin til þess að taka þátt. Hópurinn vinnur undir leiðsögn borðspilahönnuðarins Nicholas Paschalis og fer vinnan fram á ensku.

 

Þátttaka er öllum opin og engrar sérþekkingar er krafist. Vinnustofan fer fram í fjögur skipti, 9., 10., 14. og 15. nóvember frá kl. 16:30-19 í kjallara Amtsbókasafnsins. Ekki er nauðsynlegt að mæta í öll skiptin til þess að geta tekið þátt. 

Miðvikudagur 9. nóvember - farið er yfir grunnatriði borðspilahönnunar

Fimmtudagur 10. nóvember - Hugmyndavinna og þróun frumgerðar

Mánudagur 14. nóvember - Spilaprófanir

Þriðjudagur 15. nóvember - Þróun og breytingar eftir spilaprófanir, lokahönd lögð á afurð.

 

Fleiri spilaviðburði má sjá í viðburðadagatali Amtsbókasafnis og á halloakureyri.is
#halloakureyri #spilamanudur

Hvenær
9. - 15. nóvember
Klukkan
16:30-19:00
Hvar
Amtsbókasafnið á Akureyri, Brekkugata, Akureyri