Til baka

Það Birtir Aftur

Það Birtir Aftur

Það Birtir Aftur - Ný Listaverk eftir Gillian Alise Pokalo - Mjólkurbúðin
Þessi sýning fæddist í skammdeginu, frá nóvember 2024 til mars 2025. Á tímanum þegar myrkrið umvefur okkur eins og hlýtt teppi og norðlæg dagsljós verða sannarlega töfrandi í hverfulleika sínum. Eitt slíkt fyrirbæri er glitský. Með því að sameina ljósmyndir í formi silkiþrykks og málverk fjallar þessi sería um hverfulleika, seiglu og heillandi heilunarmátt íslenskrar náttúru. Myndaröðin endurspeglar núverandi stöðu í heiminum og fangar þessi dýrmætu, fallegu augnablik sem eru tákn um von. Það birtir aftur.
Verk Gillian hafa verið innblásin af landslagi Íslands og tilfinningaríkum himninum allt frá fyrstu heimsókn hennar árið 2014. Það sem gerðist svo var þróun í átt að því lifi sem hún lifir nú hér á Akureyri, sem bæði listkennari og myndlistarkona. Fyrsta heimsókn hennar leiddi af sér fjölda annarra ferðalaga, listamannadvala, námskeiða, veggjamálunar, og loks að því að búa heimili sitt á Akureyri með eiginmanni sinum og sonum.
Áður en hún flutti til Íslands átti Gillian virkan listferil í og við Philadelphiu í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, þar sem verk hennar voru reglulega á sýningum í galleríum. Hún var meðlimur í mörgum listasamtökum og í dag er hún m.a. meðlimur í Professional Artist Network fyrir Speedball Incorporated, sem er framleiðandi silkiprentvara í Bandaríkjunum. Frá því að hún útskrifaðist frá Moore College of Art Design árið 2005 hafa verk hennar verið á mörgum opinberum stöðum og í einkasöfnum bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi, þar á meðal 20th Century Fox, Duus Safn í Keflavík, Phoenixville, Pennsylvianíu og fleiri.
Endilega kíktu á heimasíðu hennar til að fá betri hugmynd um ferilinn og verk Gillian.
Fos. 28.3- 17:00-20:00 Opnunarmóttaka
29.3 og 30.3 - 14:00-17:00
4.4 17:00-20:00
5.4 og 6.4 - 14:00-17:00
Hvenær
28. mars - 6. apríl
Klukkan
17:00-20:00
Hvar
Kaupvangsstræti 12, Akureyri
Verð
Ókeypis. verk til sölu.