Til baka

Sumartónleikar í Akureyrarkirkju - Ómur úr suðri

Sumartónleikar í Akureyrarkirkju - Ómur úr suðri

Ómur úr Suðri
Fyrstu tónleikar sumarsins heita Ómur úr Suðri.
Það eru þeir Freyr Sigurjónsson, flautuleikari & Arnaldur Arnarson, gítarleikari sem hefja tónleikaröðina þann 7. júlí kl 17:00.
 
Arnaldur Arnarson fæddist í Reykjavík árið 1959 og hóf gítarnám í Svíþjóð tíu ára að aldri.
Hann lærði síðan í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar hjá Gunnari H. Jónssyni og lauk þar námi vorið 1977. Hann stundaði framhaldsnám í Englandi og á Spáni. Undanfarin ár hefur hann starfað reglulega á Íslandi við kennslu og tónleikahald.
Freyr Sigurjónsson flautuleikari lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og stundaði framhaldsnám við Royal Northern College of Music í Manchester. Að loknu diplomaprófi frá RNCM 1982 var hann ráðinn fyrsti flautuleikari Sinfóníuhljómsveitarinnar í Bilbao á Spáni og starfaðiþar óslitið í 40 ár. Freyr er eftirsóttur kennari og hefur kennt á fjölmörgum námskeiðum í Cantabríu og Andalusíu á Spáni og Trinity Laban tónlistarháskólann í Greenwich á Englandi.
Sumartónleikar í Akureyrarkirkju eru styrktir af:
Menningarsjóði Akureyrar
Listasumar
Aðgangur er ókeypis er tekið er við frjálsum framlögum.
Hvenær
sunnudagur, júlí 7
Klukkan
17:00-18:00
Hvar
Akureyrarkirkja, við Eyrarlandsveg, Akureyri
Verð
Frítt