Til baka

Sumardagurinn fyrsti á Barnamenningarhátíð

Sumardagurinn fyrsti á Barnamenningarhátíð

Fjöldi viðburða í tilefni dagsins.

Sumardagurinn fyrsti er hápunktur Barnamenningarhátíðar á Akureyri. Fjölbreytt dagskrá víðsvegar um Akureyrarbæ og allt ókeypis.

Viðburðir dagsins:

*Viðburðir dagsins eru enn í mótun, Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar


Kl 12.00 – 15.00
Ýmislegt Allskonar – Listasafnið á Akureyri
Nánar hér
Komið og skapið ykkar eigið listaverk á opinni smiðju.


Kl 12.00 – 13.00
HúlIasmiðja á Iðnaðarsafninu á Akureyri
Nánar hér
Dansaðu þig inn í sumarið með eigin sumarleikfangi undir stjórn Húlladúllunnar.

Kl 12.00 – 17.00
Seinni sýning á verkum nemenda í Listasafninu á Akureyri
Nánar hér
Sýningin er lokahnykkur í samstarfi verkefnastjóra fræðslu og miðlunar í Listasafninu á Akureyri og myndmenntakennara Glerárskóla og Lundarskóla

Kl 13.30 – 13.50
Brot af tónleikunum Teiknimyndalögin okkar
Nánar hér
Nokkur vel valin lög uppúr tónleikunum þeirra Teiknimyndalögin okkar verða flutt á sumardaginn fyrsta.


Kl. 13.00 - 14.00
Kan(l)ínudans í Hofi  
Nánar hér
Orkumikið dansverk fyrir börn og fjölskyldu áhorfendur.

Kl. 13.00 - 15.00
Ísland með okkar augum, myndlistasýning í Hofi
Nánar hér
Sýning á frumsömdum listaverkum eftir nemendur í 2. til 10. bekk í Naustaskóla.


Kl. 13.00-15.00
Búningasmiðja LA í Hofi
Nánar hér
Komdu og prófaðu búninga úr vinsælustu verkum Leikfélagsins og taktu mynd af þér.


Kl. 14.00 - 14.30
Tískusýning CRANZ í Hofi
Nánar hér
Fatahönnuðirnir Helgi Hrafn Magnússon og Kjartan Gestur Guðmundsson sem hanna undir merkinu CRANZ sýna eigin hönnun.


Kl. 14.30-15.00
Dans- og tónlistarsmiðjan, Leitin að Regnboganum í Hofi
Nánar hér
Opin dans og tónlistarsmiðja fyrir börn á aldrinum 2-6 ára


Kl. 14.30 og 15.00
Afrótrommu og danssýning með Far fest Afríka og Afríka-Lole í Hofi
Nánar hér
Skemmtilegur lifandi og seyðandi dans og tommusláttur fyrir alla fjölskylduna beint frá Afríku.

 

Minnum einnig á yfirstandandi sýningar víðsvegar um bæjinn, hægt er að sjá alla viðburði Barnamenningarhátíðar hér.


Heimili Barnamenningarhátíðar á Akureyri á samfélagsmiðlum er að finna á Facebooksíðu Akureyrarbæjar og á Instagram. Einnig mælum við með að gestir hátíðarinnar noti myllumerkið #barnamenningak og #hallóakureyri

Hvenær
fimmtudagur, apríl 24
Hvar
Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir