Til baka

Sumardagurinn fyrsti á Barnamenningarhátíð

Sumardagurinn fyrsti á Barnamenningarhátíð

Fjöldi viðburða í tilefni dagsins.

Sumardagurinn fyrsti er hápunktur Barnamenningarhátíðar á Akureyri. Fjölbreytt dagskrá víðsvegar um Akureyrarbæ og allt ókeypis.

Viðburðir dagsins

*Dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar


Allan aprílmánuð
Ljósmyndamaraþon Minjasafnsins á Akureyri

Sjá nánar HÉR
Fyrir börn 6-15 ára. Taktu þátt í að búa til sýningu.
*Fyrstu myndirnar verða hengdar upp í Minjsafninu á sumardaginn fyrsta.


Kl. 11.00 – 12.00
Manneskjan öll – Listasafnið á Akureyri
Sjá nánar HÉR
Leiðsögn og listasmiðja fyrir börn á leikskólaaldri.


Kl. 12.00 – 16.00
Myndlistarverkstæði Gilfélagsins – Deiglan, Listagilið
Sjá nánar HÉR
Fyrir börn 6 – 12 ára. Spennandi efniviður og ólíkar aðferðir.


Kl. 12.00 – 17.00
Leikur í List – Listasafnið á Akureyri
Sjá nánar HÉR
Sýning Z-hóps Bláa- og Rauðakjarna leikskólans Hólmasólar undir leiðsögn Jónínu Bjarkar Helgadóttur, listakonu.


Kl. 12:00 – 17.00
Sköpun bernskunnar – Listasafnið á Akureyri
Sjá nánar HÉR
Samsýning skólabarna og starfandi listamanna.


Kl.13.00 – 16.00
Sumarfjör! – Minjasafnið á Akureyri, Nonnahús, Leikfangahúsið og Davíðshús
Sjá nánar HÉR
Fjöldi skemmtilegra viðburða fyrir börn og ungmenni.


Kl. 13.00 – 13.30
Vorið kemur! – Menningarhúsið Hof
Sjá nánar HÉR
Barnasögusýning fyrir leikskólabörn.


Kl. 14.00 - 14.30
Opnun sýningarinnar Tónatal – Menningarhúsið Hof
Sjá nánar HÉR
Sýning barna í 4.-7. bekk Glerárskóla. Barnakórar Akureyrarkirkju syngja.


Kl. 14.00 – 16.00
Ofurhetjuperl – Menningarhúsið Hof
Sjá nánar HÉR
Snorri Valdemar 8 ára býður gestum og gangandi í perlusmiðju.


Kl. 14.00 – 16.00
Safnið með augum barna – Hús Hákarla Jörundar, Hrísey
Sjá nánar HÉR
Sýning nemenda Hríseyjarskóla.


Kl. 16.00 – 17.00
Sumartónar með Páli Óskari – Menningarhúsið Hof
Sjá nánar HÉR
Sannkölluð tónlistarveisla. Ragga Rix hitar upp.

 


Heimili Barnamenningarhátíðar á Akureyri á samfélagsmiðlum er að finna á Facebooksíðu Akureyrarbæjar og á Instagram. Einnig mælum við með að gestir hátíðarinnar noti myllumerkið #barnamenningak og #hallóakureyri

Hvenær
fimmtudagur, apríl 20
Klukkan
11:00-17:00
Hvar
Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir
Nánari upplýsingar

Viðburðadagatal hátíðarinnar HÉR