Til baka

Stuðlagil og Möðrudalur á Fjöllum

Stuðlagil og Möðrudalur á Fjöllum

Tvær frábærar náttúruperlur á einum degi.

Farið frá Akureyri kl. 08:00 og ekið austur á Jökuldal. Stoppað á Skjöldólfsstöðum þar sem hægt verður að kaupa hádegishressingu. Því næst ekið sem leið liggur upp á Efri-Jökuldal og gengið eftir slóða frá Stuðlafossi að Stuðlagili en um fremur létta 6 km göngu er að ræða.

Eftir gönguna er haldið af stað í áttina til Akureyrar. Fyrst er stutt þægindastopp á Skjöldólfsstöðum en síðan ekið um Fjallgarðana, þ.e. gömlu leiðina í Mörðrudal á Fjöllum. Dvalið í um það bil eina klukkustund í Fjallakaffi þar sem hægt verður að kaupa veitingar og skoða sig um á staðnum.

Að lokum verður ekið sem leið liggur til Akureyrar en áætlaður komutími þangað er um kl. 20:00.

Hvenær
laugardagur, júlí 16
Klukkan
08:00-20:00
Hvar
Oddeyrarbót 2
Verð
frá kr. 14.900