Stóra bangsasögustundin
Bella bókasafnsbangsi les og föndrar með börnunum.
Bella bókasafnsbangsi kemur og les bókina: Bjarnastaðabangsarnir segja ósatt. Einn daginn verður óhapp í stofunni heima hjá bangsafjölskyl¬dunni. Fallegasti lampinn hennar bangsamömmu dettur í gólfið og brotnar. Þegar mamma kemur heim segja Brói og Systa henni undarlega sögu um það hvernig lampinn brotnaði. Skyldi sagan vera sönn? Eða verður mamma að hætta að treysta því að húnarnir hennar segi henni alltaf satt?
Bangsafjör í barnadeildinni. nafnasamkeppni, bangsagetraun, bangsaföndur og bangsamyndir!
Krakkar - þið megið koma með bangsa með ykkur
Hlökkum til að sjá ykkur í bangsasögustund!
Kveðja Eydís, barnabókavörður
„Við hvetjum ykkur til að mæta með umhverfisvænum hætti á viðburðinn. Frítt er í strætó og allir strætisvagnar stoppa í miðbænum í 300 metra fjarlægð frá safninu.“