Tónlistarmaðurinn Stebbi JAK er þekktur fyrir að bregða sér i hin ýmsu hlutverk þegar kemur að söng. Hvort sem það er með hljómsveitinni DIMMA eða þegar hann heiðrar aðra þekkta tónlistarmenn.
Að þessu sinni mætir hann á Græna hattinn ásamt hljómsveit sinni JAK. Á dagskrá eru lög af væntanlegri sólóplötu auk annara laga sem Stebbi hefur flutt á sínum ferli, í bland við allskonar tónlist sem þeim félögum dettur í hug að spila á þessu frábæra kvöldi.
Sjáumst hress góða fólk