Til baka

Sóun er ekki lengur í tísku! - Fataskiptimarkaður

Sóun er ekki lengur í tísku! - Fataskiptimarkaður

Pik Nik fatadeilihagkerfið í samstarfi við Amtsbókasafnið halda upp á Evrópsku nýtnivikuna.
Langar þig í föt en viltu á sama tíma draga úr fatasóun? Mættu þá með spjarirnar á fataskiptimarkað á Amtsbókasafninu laugardaginn 26. nóvember frá kl. 12-15.

Að draga úr fatasóun er gott fyrir umhverfið. Fatnaður í dag er mikið til búinn til úr pólýester, næloni, akríl og fleiri efnum sem eru í grunninn plastþræðir. Plastþræðirnir losna úr efnunum í þvotti og enda með skolvatninu í hafinu. Ef slíkum fataefnum er hent í sorpið brotna þau ekki niður frekar en annað plast. Verndum umhverfið okkar, veljum náttúruleg efni eða drögum úr fatasóun og óþarfa þvotti.

Fyrirkomulag:
Fataskiptin ganga þannig fyrir sig að fólk mætir með heilar og hreinar flíkur sem það hefur ekki not fyrir lengur (eða hefur aldrei haft not fyrir) og finnur önnur föt sem henta því í staðinn.
Öll fötin verða lögð í eitt púkk. Öll geta gefið eins mikið af fötum og þau vilja og fengið í staðinn eins mikið af fötum og þau vilja. Það er líka í góðu lagi að gefa föt en fá ekkert í staðinn eða öfugt.
 
Viljir þú aðeins losa þig við föt er þér frjálst að koma með þau í vikunni fyrir viðburðinn sjálfan. Við tökum þá við þeim og leggjum þau í púkkið þegar fataskiptimarkaðurinn verður.
 
Skoðaðu fleiri skemmtilega viðburði í Evrópsku nýtnivikunni HÉR
Hvenær
laugardagur, nóvember 26
Klukkan
12:00-15:00
Hvar
Amtsbókasafnið á Akureyri, Brekkugata, Akureyri
Verð
Ekkert þátttökugjald