Til baka

Sóleyjarmynstur Sigurðar málara - námskeið og samvera í útsaumi

Sóleyjarmynstur Sigurðar málara - námskeið og samvera í útsaumi

Sóleyjar-útsaumur með Kristínu Völu

ATH Það þarf að skrá sig á námskeiðið, vinsamlegast sendið línu á flora.akureyri@gmail.com. Námskeiðið er boðið af tilefni 150 ára ártíðar Sigurðar málara Guðmundssonar, eins nánasta vinar og elskaðs samstarfsmanns Matthíasar í listum og menningu. Saumuð verða mynstur sem Sigurður Guðmundsson hannaði fyrir skautbúning og kyrtilbúning, en nota má í ýmislegt annað eins og flíkur, töskur, púða, ramma inn. Nemendur geta valið milli tveggja mynstra: annars vegar Sóleyjarmunstrið og hins vegar Býsanska mynstrið. Kristín Vala Breiðfjörð formaður Heimilisiðnaðarfélags Íslands mun kenna mismunandi útsaumsspor, svo sem flatsaum, fræhnúta, löng og stutt spor og leggsaum. Námskeiðið er fyrir lengra komin og byrjendur. Það fer fram á íslensku og tekið er tillit til þess að fólk sem hér býr kemur frá öllum heimshornum.
Innifalið er útsaumsefni, garn, nál og mynstur.
Líka te, kaffi og smá snarl.
Hugguleg samvera á haustsíðdegi.
Verð kr 19.900.
Endurgreiðsla möguleg hjá stéttafélögum.
Takmarkað pláss - hámarksfjöldi þátttakenda 10 manns.
Skráning á flora.akureyri@gmail.com.
Eitt af þremur námskeiðum í haust í samvinnu Heimilisiðnaðarfélags Íslands og Flóru menningarhúss.
Síðan verður útsaumsnámskeið í anda William Morris / riddarateppið fimmtudag 24. október.

Hvenær
fimmtudagur, september 26
Klukkan
17:00-20:00
Hvar
Flóra culture house - concept show - studios - shop, Akureyri
Verð
19900