Sögustundir alla fimmtudaga klukkan 16:30
Sögustund og föndur
Lesum bókina: Næturbröltið mikla. Hvað er á seyði í dýragarðinum? Eitt tunglskinsbjart kvöld þegar Bogi Pétur er við það að festa svefn heyrir hann undarleg hljóð. Dýrin góla og veina, ýlfra og rymja og geta alls ekki sofnað. Broddgölturinn ráðsnjalli telur það ekki eftir sér að finna lausn á öllum því sem heldur vöku fyrir dýrunum. En hvenær í ósköpunum kemst hann sjálfur í rúmmið?
Lesum, litum, föndrum og höfum gaman saman
Kveðja, Eydís barnabókavörður
„Við hvetjum ykkur til að mæta með umhverfisvænum hætti á viðburðinn. Frítt er í strætó og allir strætisvagnar stoppa í miðbænum í 300 metra fjarlægð frá safninu.“