Sögustundir alla fimmtudaga klukkan 16:30
Sögustund og föndur
Sögustund fimmtudaginn 16. janúar kl. 16:30
Lesum bækurnar Hæ Sámur geimmerkið: Sámur horfir í gegnum sjónauka á eitthvað sem er langt, langt í burtu í geimnum. Það er kominn tími til að Sámur kenni krílunum allt um undur sólkerfisins og plánetanna!
Lúlli fær gesti: Dag einn er bankað á dyrnar hjá Lúlla. Það er kominn gestur sem vill gista. Það finnst Lúlla sjálfsagt mál. En þá er aftur bankað. Er pláss fyrir alla gestina?
Lesum, litum, föndrum og höfum gaman saman
Kveðja, Eydís barnabókavörður
„Við hvetjum ykkur til að mæta með umhverfisvænum hætti á viðburðinn. Frítt er í strætó og allir strætisvagnar stoppa í miðbænum í 300 metra fjarlægð frá safninu.“