Sögustundir alla fimmtudaga klukkan 16:30
Sögustund og föndur
Fyrsta sögustund ársins!
Lesum bókina Emma og rennireiðin. Þegar Emmu vantar eitthvað til þess að renna sér á í snjósköflunum kemur amma til bjargar og saman finna þær skemmtilega lausn. Í þetta sinn verður þvottabalinn hennar ömmu að ævintýralegri sleðaferð sem vekur upp mikla kátínu!
Lesum, litum, föndrum og höfum gaman saman
Kveðja, Eydís barnabókavörður
„Við hvetjum ykkur til að mæta með umhverfisvænum hætti á viðburðinn. Frítt er í strætó og allir strætisvagnar stoppa í miðbænum í 300 metra fjarlægð frá safninu.“