Sögustundir alla fimmtudaga klukkan 16:30
Jólasögustund. Jólasveinarnir kíkja í heimsókn.
Lesum bókina Jólasveininn og týnda bréfið. Jólasveinn er í vanda því hann er búinn að týna mjög mikilvægu bréfi! Minnsti aðstoðarmaður jólasveinsins er ákveðinn í að hjálpa honum og þýtur strax af stað til að leita á verkstæðinu.
JÓLASVEINAR KOMA Í HEIMSÓKN TIL OKKAR!
Endilega komið með jólasveinahúfu
Boðið verður upp á safa og piparkökur. Jólasveinarnir eru líka pottþétt með eitthvað gott í pokanum sínum
Lesum jólasögu, syngjum jólalög, föndrum jólaföndur og litum jólamyndir.
Hlökkum til að sjá ykkur
Eydís Stefanía barnabókavörður og starfsfólk Amtsins
„Við hvetjum ykkur til að mæta með umhverfisvænum hætti á viðburðinn. Frítt er í strætó og allir strætisvagnar stoppa í miðbænum í 300 metra fjarlægð frá safninu.“