Til baka

Sögustundir alla fimmtudaga klukkan 16:30

Sögustundir alla fimmtudaga klukkan 16:30

Jólasögustund. Jólasveinarnir kíkja í heimsókn.
Lesum bókina Jólasveininn og týnda bréfið. Jólasveinn er í vanda því hann er búinn að týna mjög mikilvægu bréfi! Minnsti aðstoðarmaður jólasveinsins er ákveðinn í að hjálpa honum og þýtur strax af stað til að leita á verkstæðinu.
 
JÓLASVEINAR KOMA Í HEIMSÓKN TIL OKKAR!
 
Endilega komið með jólasveinahúfu 
 
Boðið verður upp á safa og piparkökur. Jólasveinarnir eru líka pottþétt með eitthvað gott í pokanum sínum 😉
 
Lesum jólasögu, syngjum jólalög, föndrum jólaföndur og litum jólamyndir.
 
Hlökkum til að sjá ykkur 😊
 
Eydís Stefanía barnabókavörður og starfsfólk Amtsins
 
„Við hvetjum ykkur til að mæta með umhverfisvænum hætti á viðburðinn. Frítt er í strætó og allir strætisvagnar stoppa í miðbænum í 300 metra fjarlægð frá safninu.“
Hvenær
fimmtudagur, desember 5
Klukkan
16:30-18:00
Hvar
Amtsbókasafnið, Brekkugata, Akureyri