Sögustundir alla fimmtudaga klukkan 16:30
Sögustund og föndur. Öll velkomin!
Lesum bókina: Spakur spennikló og slóttugi Sámur: Þjófótta kisan. Loppuliður læða lætur greipar sópa í borginni. Á sama tíma kemur vesælt kisugrey í atvinnuleit á kaffihúsið. Kisan reynist happafengur fyrir Spak og Sám en þegar dularfullar leynidyr finnast renna tvær grímur á þá félaga.
Lesum, litum, föndrum og höfum gaman saman

Hlökkum til að sjá ykkur!
Öll velkomin
Kveðja, Eydís barnabókavörður
„Við hvetjum ykkur til að mæta með umhverfisvænum hætti á viðburðinn. Frítt er í strætó og allir strætisvagnar stoppa í miðbænum í 300 metra fjarlægð frá safninu.“