Sögustundir alla fimmtudaga klukkan 16:30
Ljóstýra kemur til okkar og segir okkur frá því hvernig hún komst til jarðar.
Barnamenningarhátíð á Akureyri!
Sögustund vikunar verður aldeilis skemmtileg en við fáum til okkar góðan gest. Ljóstýra mun koma til okkar og segja okkur frá því hvernig hún komst til jarðarinnar, hvern hún hitti á leiðinni og bjóða okkur að fara í Búbluna sína sem hún hvílir sig í eftir langan dag.
Frásögnin er byggð á náttúruvísindum í bland við ævintýri.
Boðið verður upp á föndur á eftir
Öll velkomin!
Kveðja, Eydís barnabókavörður og Ljóstýra
„Við hvetjum ykkur til að mæta með umhverfisvænum hætti á viðburðinn. Frítt er í strætó og allir strætisvagnar stoppa í miðbænum í 300 metra fjarlægð frá safninu.“
Nánari upplýsingar:
Dagsetning: 18. apríl
Tímasetning: 16.30 – 18.00
Staðsetning: Amtsbókasafnið
Aðgangseyrir: Enginn aðgangseyrir
Viðburðurinn er styrktur af Barnamenningarsjóði Akureyrarbæjar.
Skoðaðu viðburðadagatal hátíðarinnar HÉR