Sögustund með Litla og stóra skrímslinu
Litla og stóra skrímslið taka sér pásu frá leikhúsæfingum og lesa fyrir krakkana
Leikfélag Akureyrar frumsýnir fallegu sýninguna Litla skrímslið og
stóra skrímslið í janúar 2024 í Hofi.
Að því tilefni koma litla og stóra skrímslið til okkar á bókasafnið og lesa fyrir okkur upp úr skrímsla bókinni sinni.
Á eftir föndrum við og litum skrímsli.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Kveðja, Eydís barnabókavörður og starfsfólk Amtsbókasafnsins