Til baka

Söguferð um eyðibýli í Héðinsfirði

Söguferð um eyðibýli í Héðinsfirði

Ferðafélag Akureyrar

Söguferð um eyðibýli í Héðinsfirði

Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Björn Z. Ásgrímsson
Gangan hefst við útsýnissvæðið í Héðinsfirði, gengið út með Héðinsfjarðarvatni að austanverðu með viðkomu að tóftum Vatnsenda. Næst verður haldið til Víkur og áð við slysavarnarskýlið. Því næst gengið niður á Víkursand og ósinn vaðinn. Litið verður á mannvistarleifar vestan óss og síðan haldið inn með vatninu vestanverðu að tóftum Ámár. Þar verður áð áður en vaðið er yfir Héðinsfjarðará og að lokum gengið út eftir að austanverðu og staldrað við hjá tóftum eyðibýlanna Möðruvalla og Grundarkots.
Vegalengd 16 km. Gönguhækkun óveruleg. Vaða þarf tvær ár. Gott að hafa vaðskó.
Verð: 3.000/4.500. Innifalið: Fararstjórn.

Hvenær
laugardagur, ágúst 19
Klukkan
09:00-18:00
Hvar
Strandgata 23, Akureyri
Verð
3.000 kr./4.500 kr.