Til baka

Sköpun bernskunnar 2025

Sköpun bernskunnar 2025

Þetta er tólfta sýningin undir heitinu Sköpun bernskunnar.

Sýningin var opnuð 22. febrúar 2025 og er sett upp sem hluti af safnfræðslu, með það markmið að gera sýnilegt og örva skapandi starf barna á aldrinum fimm til sextán ára. Þátttakendur hverju sinni eru skólabörn og starfandi myndlistarmenn.

Í ár var myndhöggvaranum Sólveigu Baldursdóttur boðin þátttaka í verkefninu. Einkasýning hennar, Augnablik – til baka, var opnuð í Listasafninu í nóvember 2024, en nú hefur sýningin umbreyst og ný orðið til: Sköpun bernskunnar 2025. Á sýningunni má sjá skúlptúra Sólveigar í nýju samhengi og í áhugaverðu samtali við verk barnanna.

Skólarnir sem taka þátt að þessu sinni eru leikskólinn Hólmasól og grunnskólarnir Giljaskóli, Hlíðarskóli, Lundarskóli, Oddeyrarskóli og Síðuskóli. Í vetur komu skólabörnin ásamt kennara sínum í Listasafnið og unnu verk sín fyrir sýninguna undir handleiðslu listamannsins. Þar fengu þau tækifæri til að kynnast Sólveigu og nota skúlptúra hennar sem innblástur í eigin sköpun.

*Aðgangseyrir inn á safnið - frítt fyrir 18 ára og yngri.

Hvenær
1. - 21. apríl
Klukkan
12:00-17:00
Hvar
Listasafnið á Akureyri, Kaupvangsstræti, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir fyrir 18 ára og yngri