Til baka

Skógar

Skógar

Sýning í Mjólkurbúðinni á Akureyri 25.04 - 04.05

Þessi sýning einblínir á tilviljanakenndar samsetningar af niðurbrotun fallina trjáa og lífríkið sem þrífst í kring, og kannar flókið samspil lita og áferðar sem kemur fram í dimmum hornum skógsins. Í stað þess að útfæra hefðbundnar fallegar senur, leitast Skógar við að afhjúpa hina hljóðlátu, en heillandi fegurð sem finna má í þessum skuggalegu og dularfullu svæðum.

Hver mynd í Skógar endurspeglar athuganir mínar á þessum fínni, oft yfirséðum þáttum í skóginum. Rotnandi viðurinn, með sínu ríkulegu, gróskumiklu og lagaskiptu litaúrvali, og andstæður græns mosa, býr til samtal sem talar um líf, dauða og endurnýjun. Þessi verk bjóða áhorfendum að skoða betur falin undur sgsins og hvetja til íhugunar og djúprar upplifunar.
Stígðu varlega.
Þessi staður man allt.

Tereza Kocianova er frá Tékklandi og býr núna á Akureyri. Hún er listakona í sjónrænni og blandaðri textílllist. Hún lauk BA-námi í textílhönnun við Listaháskólann í Bratislava í Slóvakíu og hélt síðar áfram námi í Unique Printed Textile á meistarastigi við Listaháskólann Strzemiński í Łódz í Póllandi. Á námsárum sínum tók hún þátt í tveimur Erasmus-skiptinámum - við Strzemiński-listaháskólann í Łódz og í Vefnaðarlistadeild við Listaháskólann í Bratislava. Í kjölfarið víkkaði hún út listsköpun sína með því að stunda nám í grafískri hönnun við Myndlistaskólann á Akureyri, þar sem hún sameinar bakgrunn sinn í textíl með nútímalegu myndmáli. Verkin hennar eru innblásin af grófum landslögum Íslands og þeirri einangrunar tilfinningu sem hún upplifir sem útlendingur á Íslandi. Með líflegum litum og dýnamískum formum skapar Tereza draumkennda, immersíft umhverfi sem skoða tengslin milli mannsins og náttúru. Grafísk myndverk hennar og textíl verk bjóða áhorfendum inn í ímyndaða heima, og fagna hverfula fegurð náttúru heimsins.



Hvenær
25. apríl - 4. maí
Klukkan
17:00-21:00
Hvar
Mjólkurbúðin, Kaupvangsstræti, Akureyri