Unglingameistaramót Íslands í alpagreinum verður haldið helgina 4. - 6. apríl í Hlíðarfjalli þar sem um 100 keppendur á aldrinum 12-15 ára koma saman og keppa í þremur greinum. Á föstudag verður keppt í stórsvigi, laugardag í svigi og svo á sunnudaginn verður stórskemmtilegt samhliðasvig.
Áhorfendavænt frá Strýtuskála. Einnig fyrir þá sem eru ekki skíðandi geta keypt sér ferð með stólalyftunni til að koma og horfa.
Einnig verður haldið um helgina Skíðamót Íslands í skíðagöngu í Hlíðarfjalli, sem er einnig áhorfenda vænt og skemmtileg stemmning við skíðagönguhúsið.
Hlökkum til að sjá sem flesta í fjallinu