Sjally Pally Pílumót
Akureyri Open 2025 verður haldið helgina 4.-5. apríl í samstarfi við Sjallann!
Akureyri Open 2025 verður haldið helgina 4.-5. apríl í samstarfi við Sjallann!
Við lofum stærsta og flottasta móti sem haldið hefur verið á Íslandi! Við munum toppa Akureyri Open 2024!
Óvæntir gestir - óvænt atriði - ásamt fullt af öðrum skemmtilegum hlutum!
-Mótið verður allt spilað í Sjallanum. Keppni hefst kl 14:00 á föstudaginn og kl 10:00 á laugardaginn.
-Áætlað er að útsláttur hefjist á laugardagsmorgun.
-Spilað verður í riðlum og svo útslætti - keppt verður í A og B úrslitum.
-Á laugardagskvöldið verður final event en þá verður Sjallanum breytt í SjallyPally og stemningin keyrð í botn! 8 manna úrslit karla, undanúrslit karla og úrslitaleikur karla verður á stóra sviðinu ásamt úrslitaleik kvenna!
- Hámarksfjöldi keppenda er 224, 192 karlar og 32 konur.
-Verðmæti vinninga verður 1.500.000.-!
-Þátttökugjald er 10.000kr á mann og innifalið í þátttökugjaldi er miði á final event á laugardagskvöldið ásamt einum ísköldum bjór!
Skráning hefst laugardaginn 1. febrúar kl 12:00!
Ganga þarf frá greiðslu í mótið samhliða skráningu með millifærslu inná reikning deildarinnar:
Reikn. 0565-14-003556, kt. 410311-0460.
Ef greiðsla hefur ekki borist innan 10 daga frá skráningu fellur skráningin niður og aðili á biðlista kemur inn. Þátttökugjald fæst ekki endurgreitt eftir 1. mars ef keppandi þarf að afskrá sig úr mótinu.
Sjáumst á Akureyri Open 2025 í Sjallanum fyrstu helgina í apríl (4.-5. apríl)!