Til baka

Sirkustónar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands

Sirkustónar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands

Velkomin í tónlistarheim sirkusins!

 Á sýningu Sirkussveitar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands verður leikin hress og skemmtileg tónlist innblásin af undraverðum tónum sirkusins, meðal annars lög úr teiknimyndinni Dúmbó, Entrance of the Gladiators og Can-Can.

Sirkusstjóri er engin önnur en Margrét Eir Hönnudóttir.

Fjölskylduvæn skemmtun þar sem áhorfendum gefst tækifæri á að taka þátt í sýningunni auk þesss að hitta hljóðfæraleikara og prófa ýmis hljóðfæri.

Sérstakir gestir verða nemendur úr blásarasveitum Tónlistarskólans á Akureyri og félagar úr Lúðrasveit Akureyrar.

Sóley Björk Einarsdóttir sér um hljómsveitarstjórn og útsetningar.

Blásarasveitir Tónlistarskólans á Akureyri eru samansettar úr blásara- og slagverksnemendum á öllum aldri. Sveitinar spila fjölbreytta tónlist og koma fram við hin ýmsu tilefni á Akureyri. Til dæmis hafa árlegir Hrekkjavökutónleikar þeirra slegið í gegn hjá bæjarbúum.

Lúðrasveit Akureyrar hefur þjónað og skemmt Akureyringum í 80 ár, fært bæjarbúum margar ánægjustundir og átt þátt í að setja hátíðarbrag á fjölmargar samkomur á þessu tímabili.

Á hátíðarstundum er leitað til lúðrasveita, en leikur þeirra er ómissandi þegar sérstök tilefni eru til hátíðarhalda.

Nánari upplýsingar:
Dagsetning: 26. ágúst
Tímasetning: 14.00 – 14.50
Staðsetning: Hof, Blackbox
Aðgangseyrir: Enginn aðgangseyrir


Viðburðurinn er hluti af Akureyrarvöku 2023.

Hvenær
laugardagur, ágúst 26
Klukkan
14:00-14:50
Hvar
Hof, Strandgata, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir