SKRÁNING er nauðsynleg Á FLORA.AKUREYRI@GMAIL.COM
Samverstund í Sigurhæðum þar sem við munum skrifa ljóð, í hvaða formi sem við finnum, og gera þeim svo griðarstað í bókverki.
Með því að klippa, líma og sauma, teikna og skreyta er markmiðið að koma hugmyndavinnu af stað og tengja saman orð og efni í litlum og persónulegum bókverkum.
Engin þörf er á því að hafa fyrri reynslu af ljóðaskrifum eða bókverkagerð, mestu skiptir áhuginn! Og langa jafnvel að prófa eitthvað nýtt.
Smiðjan fer fram á íslensku en við höfum að sjálfsögðu skilning á því að hér býr fólk frá ýmsum heimshornum. Kunnátta í íslensku er ekki nauðsynleg.
Hámarksfjöldi er 8 manns og lágmarksaldur eru 16 ár.
Þátttökugjald er kr 5.000, innifalið er efni, áhöld, te, kaffi og smá snarl.
SKRÁNING er nauðsynleg Á FLORA.AKUREYRI@GMAIL.COM
Smiðjan er samfjármögnuð af Uppbyggingarsjóði Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi Eystra og Menningarsjóði Akureyrar ásamt fjárframlögum almennings og Flóru menningarhúsi.