Saman til gleði og góðra verka
Góðgerðarhátíð - Allur ágóði rennur til Barnadeildar Sjúkrahússins á Akureyri!
Komið og takið þátt í gleðiríkri barnamenningarhátíð þar sem sköpunargleði og samvera eru í fyrirrúmi!
Nemendur á miðstigi í Síðuskóla hafa ákveðið að láta gott af sér leiða og vinna að stórri góðgerðarhátíð til styrktar öðrum börnum. Þau hafa unnið hörðum höndum að fjölbreyttum listmunum í valinu í vetur og bjóða nú öllum sem hafa áhuga á að njóta afraksturins. Með þátttöku þinni styður þú við frábært málefni!
Dagskrá hátíðarinnar
- Á hátíðinni verður boðið upp á skemmtilega dagskrá. Í íþróttasal skólans verður basar þar sem nemendur verða með ýmist handverk til sölu. Einnig verða til sölu allskyns plöntur sem nemendur hafa ræktað sem og heimagert sælgæti og sætabrauð.
- Það verður tískusýning þar sem nemendur sýna nýjar og spennandi flíkur sem þau hafa hannað og saumað úr gömlum fötum.
- Boðið verður upp á lifandi tónlist, leik- og söngatriði sem nemendur hafa verið að æfa.
- Í matsal skólans verður standandi kaffihús það sem boðið verður upp á gómsætt bakkelsi sem nemendur hafa bakað.
- Síðast en ekki síst þá verður sett upp listasmiðja (myndmenntastofa) þar sem börnum og fjölskyldum gefst tækifæri til að skapa sín eigin listaverk og njóta samverunnar.
Öll velkomin á þennan einstaka viðburð þar sem við komum saman til að gleðjast, skapa og styðja gott málefni.
Sjáumst á fimmtudaginn 10. apríl frá 16:00-18:00 í Síðuskóla (gengið inn hjá íþróttahúsi)
Aðgangur ókeypis - Handverk og veitingar seldar á vægu verði
Verkefnið er styrkt af Barnamenningarsjóði Akureyrarbæjar.