Til baka

Sáðu fræi

Sáðu fræi

Sáðu fyrir kryddjurtum, blómum eða matjurtum.

Langar þig að sá fyrir kryddjurtum, blómum eða matjurtum?

Verið velkomin á sáningarverkstæði á Amtsbókasafninu mánudaginn 22. apríl kl. 16. Mold, ílát og ýmis fræ úr fræsafninu okkar verða á boðstólum. Gestir mega einnig koma með sín eigin ílát að heiman.

Vika 17 er alþjóðleg vika Heimsmarkmiðanna á bókasöfnum. Í tilefni vikunnar verða ýmsir viðburðir tengdir Heimsmarkmiðunum á dagskrá Amtsbókasafnsins.

„Við hvetjum ykkur til að mæta með umhverfisvænum hætti á viðburðinn. Frítt er í strætó og allir strætisvagnar stoppa í miðbænum í 300 metra fjarlægð frá safninu.“

 

Nánari upplýsingar:
Dagsetning: 22. apríl
Tímasetning: 16.00 – 17.30
Staðsetning: Amtsbókasafnið
Aðgangseyrir: Enginn aðgangseyrir


Verkefnið er hluti af Barnamennigarhátíð á Akureyri.

Skoðaðu viðburðadagatal hátíðarinnar HÉR

Hvenær
mánudagur, apríl 22
Klukkan
16:00-17:30
Hvar
Amtsbókasafnið, Brekkugata, Akureyri
Verð
enginn aðgangseyrir