Setningarhátíð Akureyrarvöku, fer fram í Lystigarðinum á Akureyri föstudagskvöldið 30. ágúst og hefst dagskráin kl. 20.30
Viðburðurinn hefst kl. 20.30 með ávarpi Ásthildar Sturludóttur, bæjarstjóra Akureyrar, og kynningu á dagskrá Akureyrarvöku. Að ávarpi bæjarstjóra loknu munu dansarar frá Dansskóla Steps sýna dansverkið Sjóræningjar ásækja bæinn. Eftir það taka við ljúfir tónir hjá söngkvartettinum Ómar. Að þeim loknum mun listansarinn og sumarlistamaður Akureyrar Sunneva Kjartansdóttir sýna okkur dansverk. Því næst mun Brasskvintett Norðurlands halda uppi skemmtilegri stemningu með klassískum lögum. Að lokum mun Svavar Knútur stíga á stokk og flytja okkur ljúfa tóna.
Áætlað er að dagskránni ljúki um kl. 22.00.
Viðburðurinn er styrktur af Akureyrarvöku 2024.