Fyrra ritlistakvöld Ungskálda verður miðvikudagskvöldið 26. mars á LYST í Lystigarðinum. Að þessu sinni er leiðbeinandinn Erpur Eyvindarson.
Erpur, einnig þekktur sem Blaz Roca, er einn þekktasti rappari landins. Hann er hluti af XXX Rottweilerhundum sem eru brautryðjendur íslensks rapps. Erpur hefur einnig reynslu af ritstjórn, handrita- og greinarskrifum og stýrt sjónvarps- og útvarpsþáttum.
Kvöldið er ætlað ungu fólki á aldrinum 16-25 ára sem hefur áhuga á ritlist og því að kostnaðarlausu. Frábært tækifæri til að læra eitthvað nýtt, kynnast skrifum annarra og jafnvel lesa upp sín eigin verk.
Veitingar í boði fyrir skráða gesti.
Skráning HÉR
Í nefnd Ungskálda eru fulltrúar frá Atvinnu-, markaðs- og menningarteymi Akureyrarbæjar, Verkmenntaskólanum á Akureyri, Menntaskólanum á Akureyri, Ungmennahúsinu í Rósenborg og Amtbókasafninu.
Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra og Akureyrarbæ.
Nánar um Ungskáld HÉR