Tónleikagestir munu fá að heyra lög Röggu Gísla frá ýmsum tímum, Grýlulög, Ragga and The Jack Magic Orchestra, Baby og mörg af hennar þekktu lögum sem og minna þekkt.
Tónlistarfólkið í hljómsveitinni Ragga Gísla og BestaBand eru Ragga Gísla, Lovísa Elísabet (Lay Low), Tómas Jónsson, Guðni Finnsson, Magnús Magnússon og Halldór Eldjárn.
Þau hafa haldið hópinn í bráðum ár og eru að vinna að tónleikaplötu sem var hljóðrituð á tónleikum sl okt í Eldborg í Hörpu. Ragga Gísla og BestaBand komu fram á Aldrei fór ég suður, Hammondhátíðinni, Vaknaðu, Menningarhátíð Fjarðarbyggðar, Menningarnótt ofl.
Það er spenningur og tilhlökkun í hópnum fyrir tónleikunum á Græna hattinum.