Til baka

Potterdagurinn mikli

Potterdagurinn mikli

Föndur, bíó, þrautir og fleira í tilefni af 44 ára afmælisdegi Harry Potter
Kæru nornir, galdramenn og muggar - þann 31. júlí nk. verður Harry Potter 44 ára gamall. Í tilefni dagsins sláum við til veislu eins og síðustu ár og bjóðum ykkur velkomin á Potterdaginn mikla 2024!
 
Það verður ýmislegt um að vera í húsinu og biðjum við ykkur að lesa vel yfir dagskránna🙂
 

Bíó í kjallaranum milli 9:00-17:15:

    • Viltu taka þér smá pásu? Frá 9:00 sýnum við fyrstu þrjár Harry Potter myndirnar með íslensku tali.
    • Ykkur er velkomið að koma með nesti til að maula á yfir myndunum
    • Sýningar hefjast kl. sirka:
      9:00 - Viskusteinninn
      11:50 - Leyniklefinn
      14:50 - Fanginn frá Azkaban
      Sýningum líkur um 17:15

 

Í boði milli 10:00-17:00 á 1. hæð:
  • Ratleikur um safnið - sækið og skilið í afgreiðslu
  • Sokkagetraun - við hlið afgreiðslu
  • Myndakassi (Brautarpallur 9 ¾) - í sýningarrými
  • Litamyndir og þrautir til dundurs - í barnadeild

Stór föndurstöð milli 15:00-17:00:

  • Sprotaverkstæði Ollivanders! Komið og búið til ykkar eigin sprota á kaffiteríunni
  • Allur efniviður á staðnum
  • Við biðjum foreldra góðfúslega að fylgja þeim börnum sem ekki geta bjargað sér sjálf t.d. með límbyssu og annað
 
Hlökkum til að sjá ykkur 🙂
 
Ps. Endilega komið í búning eða í ykkar galdralegustu fötum ef þið eigið!
Hvenær
miðvikudagur, júlí 31
Klukkan
09:00-17:00
Hvar
Amtsbókasafnið, Brekkugata, Akureyri
Verð
Ekkert þátttökugjald