Plokkbingó
Plokkbingó í Viku 17
Alla vikuna, frá þriðjudegi 22. apríl til og með mánudagsins 28. apríl fer fram plokkbingó. Þátttakendur geta nálgast bingóspjöld í afgreiðslu Amtsbókasafnsins og þar er auk þess hægt að fá lánaðar plokktangir. Þau sem plokka rusl úr öllum flokkum geta skilað inn útfylltu spjaldi, heppinn plokkari fær glaðning auk þess að hreppa titilinn Plokkari Amtsbókasafnsins 2025!
Spjöldum þarf að skila inn fyrir þriðjudaginn 29. apríl.
Vika 17 er alþjóðleg vika heimsmarkmiðanna á bókasöfnum. Í tilefni vikunnar verða ýmsir viðburðir tengdir heimsmarkmiðunum á dagskrá Amtsbókasafnsins.
Við hvetjum ykkur til þess að mæta með umhverfisvænum hætti á bókasafnið. Hjólabogar eru við safnið auk þess sem frítt er í strætó. Allir strætisvagnar stoppa í miðbænum í 300 metra fjarlægð frá safninu.