Til baka

Pálínuboð í Fálkafelli

Pálínuboð í Fálkafelli

Pálínuboð í Fálkafell þar sem við gleðjumst saman yfir árangri okkar.

Allmargir eru að taka þátt í verkefninu "100 ferðir í Fálkafell" og hafa sett sér markmið um að fara ákveðið margar ferðir þangað upp á árinu. Sumir hafa nú þegar náð markmiðum sínum, aðrir eru á góðri leið með það og einhverjir hafa sett sér ný markmið.  Hugmynd kom upp í hópnum að hafa smá uppskeruhátíð, Pálínuboð, þar sem við komum saman og gleðjumst yfir árangri hvors annars og til að hvetja fólk áfram til að hreyfa sig og njóta náttúrunnar.

Nú er komið að Pálínuboðinu og er öllum velkomið að koma með. Við hittumst á bílaplaninu fyrir neðan Fálkafell kl. 10:30 og röltum saman upp. Ef einhverjir vilja leggja fyrr af stað eða frá öðrum upphafspunkti er það velkomið. Þá er líka hægt að fara seinna af stað og hitta á hópinn uppi. Þátttakendur koma með eitthvað matarkyns (snúða, pönnukökur, kexpakka, ávexti osfrv.) til að leggja til á hlaðborð sem allir geta farið í og við njótum saman á flötinni fyrir framan Fálkafell. Þar munum við spjalla, nærast og eiga góða stund saman áður en við höldum tilbaka. Gott er að hafa eigin drykki meðferðis og jafnvel teppi til að sitja á.

Áætlað er að rölta niður um 12:15 en að sjálfsögðu er velkomið að fara fyrr tilbaka ef einhverjir vilja stoppa skemur. Þetta fer svo allt eftir veðri og vindum hve lengi við stoppum og verðum.

Hvenær
laugardagur, ágúst 31
Klukkan
10:30-12:15
Hvar
Fálkafell, Akureyri