Meðlimir grænlensku hljómsveitarinnar Nanook frá Grænlandi ætla að bjóða upp á órafmagnaðan flutning á nokkrum laga sveitarinnar í Listasafninu á Akureyri, fimmtudaginn 6. júní kl. 19.30. Að tónleikunum loknum verða tvær sýningar opnaðar í Listasafninu; Samsýningin – Er þetta norður? og Fluxus verkefnið STRANDED – W(H)/ALE A REMAKE PORTFOLIO – MORE THAN THIS, EVEN.
Hljómsveitin Nanook er ein þekktasta hljómsveit Grænlands og hefur á undanförnum árum skapað sér sérstöðu innan grænlensku tónlistarsenunnar. Sveitin er skipuð bræðrunum Christian og Frederik Elsner, sem eru lagahöfundar, söngvarar og gítarleikarar, auk Martin Zinck á trommur, Andreas Otte á bassa og Mads Røn á hljómborð.
Ókeypis er á tónleikana sem eru hluti af Listasumri.
Nanook spilar á Græna hattinum, föstudaginn 8. júní kl. 21.