Það verður líf og fjör í Akureyrarkirkju sunnudaginn 21. apríl þegar viðburðurinn Orgelkrakkaævintýri í Akureyrarkirkju fer fram. Hópur barna spilar á orgelið ásamt organistunum Guðnýju Einarsdóttur og Sigrúnu Mögnu Þórsteinsdóttur. Á tónleikunum verður flutt ævintýrið um konunginn í Haribo landi og ýmsa skemmtilega karaktera. Inn í söguna fléttast þekkt orgelverk í bland við kvikmynda- og dægurlagatónlist. Búast má við skemmtilegum uppákomum og óvæntum gestum. Guðmundur Einar Jónsson og Hákon Geir Snorrason eru kynnar og sjá um að halda uppi góðri stemningu.
Nánari upplýsingar:
Dagsetning: 21. apríl
Tímasetning: 13.00 – 13.40
Staðsetning: Akureyrarkirkja
Aðgangseyrir: Enginn aðgangseyrir
Viðburðurinn er styrktur af Menningarsjóði Akureyrarbæjar og er hluti af Barnamenningarhátíð.
Skoðaðu viðburðadagatal hátíðarinnar HÉR