Braggaparkið býður áhugasömum að prófa frítt flottustu innanhússaðstöðuna á Akureyri fyrir hjólabretti, línuskauta, hlaupahjól og BMX-hjól, fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði. Hægt er að fá lánað bæði hjólabretti, hlaupahjól og hjálm án endurgjalds. Í Braggaparkinu er að finna tvo sali, street og svo einu hjólabrettaskál landsins. Nýttu tækifærið og kíktu í heimsókn.
Athugið að hjálmaskylda er fyrir 16 ára og yngri.
Aðgangur er ókeypis í boði Norðurorku sem styrkir opnu daga Braggaparksins.
Heimasíða Braggaparksins HÉR