Alexandra og Jón ætla að heimsækja eldri deildir leikskóla á Akureyri með sýninguna Ópera fyrir leikskólabörn. Markmið óperusýningarinnar er að opna töfraheima óperunnar fyrir leikskólabörnum. Ævintýraheimur hennar verður kannaður og börnin taka virkan þátt í sýningunni, þau fá að hlusta, dansa og syngja með óperutónlistinni.
Verkefnið er styrkt af Barnamennngarsjóði Akureyrarbæjar.