Til baka

Ofurhetjuperl - sýning

Ofurhetjuperl - sýning

Sýning Snorra Valdemars á perluðum ofurhetjum.
Komdu og skoðaðu perlaðar ofurhetjur í anddyri Sundlaugar Akureyrar!

Snorri Valdemar er 8 ára nemandi í Naustaskóla. Hann er mikill Marvel-aðdáandi og flinkur perlari. Haustið 2022 byrjaði Snorri að perla persónur úr Marvel-heiminum og perluðu ofurhetjurnar hans orðnar hátt í 100 talsins. Í tilefni Barnamenningarhátíðar á Akureyri verður Snorri Valdemar með sýningu á ofurhetjuperlinu í Sundlaug Akureyrar allan aprílmánuð. Sjón er sögu ríkari.

Opnunartími Sundlaugar Akureyrar

  • Mánudaga – föstudaga: 06:45 – 21:00
  • Laugardaga: 09:00 – 19:00
  • Sunnudaga: 09:00 – 19:00


Á sumardaginn fyrsta 20. apríl verður Snorri Valdemar með sérstaka perlusmiðju í Menningarhúsinu Hofi þar sem gestir og gangandi geta perlað sínar eigin ofurhetjur. Sjá nánar HÉR


Verkefnið er styrkt af Barnamenningarsjóði Akureyrarbæjar.

Skoðaðu viðburðadagatal hátíðarinnar HÉR

Hvenær
1. - 30. apríl
Hvar
Sundlaug Akureyrar, Skólastígur, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir