Til baka

Ofurhetjuperl - smiðja

Ofurhetjuperl - smiðja

Snorri Valdemar býður gestum og gangandi í perlusmiðju

Snorri Valdemar er 8 ára nemandi í Naustaskóla. Hann er mikill Marvel-aðdáandi og flinkur perlari. Haustið 2022 byrjaði Snorri að perla persónur úr Marvel-heiminum og perluðu ofurhetjurnar hans orðnar hátt í 100 talsins.

Í tilefni perlusýningar Snorra Valdemars í anddyri Sundlaugar Akureyrar verður hann með sérstaka perlusmiðju í Menningarhúsinu Hofi þar sem gestir og gangandi geta perlað sínar eigin ofurhetjur á sumardaginn fyrsta.

Nánar um sýningu Snorra Valdemars í anddyri Sundlaugar Akureyrar HÉR


Verkefnið er styrkt af Barnamenningarsjóði Akureyrarbæjar.
Skoðaðu viðburðadagatal hátíðarinnar HÉR

Hvenær
fimmtudagur, apríl 20
Klukkan
14:00-16:00
Hvar
Menningarhúsið Hof, Strandgata, Akureyri
Verð
Ekkert þátttökugjald