Eigum saman rólega og nærandi stund í Davíðshúsi þar sem Rakel Hinriks, skáld, fjölmiðlakona og formaður SUNN les valin ljóð. Öll eru ljóðin um náttúruna, tengingar skáldanna við hana, vernd og virðingu.
Lesin verða ljóð eftir Huldu, Jakobínu Sigurðardóttur, Tómas Guðmundsson, Kristján frá Djúpalæk, Ólaf Jóhann Sigurðsson, Undínu o.fl. Rakel hefur sjálf ort um náttúruna, og les ef til vill svolítið úr eigin skrifum.
Viðburðurinn er hluti 130 ára afmæli Davíðs Stefánssonar.
Hvar: Davíðshús, Bjarkarstíg 6
Hvenær: miðvikudaginn 26. mars
Klukkan: 20:00
Aðgangseyrir - frjáls framlög