Til baka

Næmm - Opnun

Næmm - Opnun

Kl. 21.00-23.00 - Myndlist, tónlist og smakk.
Kæru vinir, gleðilega Akureyrarvöku!
Að þessu sinni fagnar Kaktus vökunni með spennandi sýningu á tveimur stöðum: 26. ágúst í Deiglunni og 27. - 28. ágúst í Kaktus.
 
Á báðum stöðum opna Sindri Leifsson & Jóhanna Rakel sýninguna Næmm sem samanstendur af skúlptúrum eftir Sindra úr timbri og stáli ásamt forgengilegum og ætum efnivið. Við verkin spilast svo tónverk í flutningi Jóhönnu.
 
Deiglan 26. ágúst kl. 21:00 - 23:00 :
Deiglan opnar klukkan 21:00 með spennandi blöndu fyrir skilningarvitin. í Deiglunni stendur gestum til boða að bragða á listaverkum Sindra og hlýða á tónverk sem Jóhanna Rakel samdi sérstaklega fyrir Chilli & Rabarbara, Bláber og Kartöflur & Sítrónur.
Verið öll innilega velkomin að njóta og upplifa.
 
Kaktus 27.-28. ágúst (lau) kl. 14:00 - 18:00 / (sun) kl. 13.00 - 16.00:
Í Kaktus opnar svo annar hluti sýningarinnar Næmm, en þar gefur að líta innsetningu á skúlptúrum Sindra.
 
Við bjóðum ykkur öll hjartanlega velkomin og hlökkum til að sjá sem flesta.

Viðburðurinn er styrktur af Akureyrarvöku og Segli 67.

Hvenær
föstudagur, ágúst 26
Klukkan
21:00-23:00
Hvar
Deiglan Gilfélagið, Kaupvangsstræti, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir
Nánari upplýsingar

Nánar um Kaktus HÉR