Á fyrirlestrinum mun Katla fara yfir mikilvægi nægjusemi þegar kemur að fataneyslu. Hún mun segja frá meistararitgerð sinni sem fjallaði um mismunandi viðhorf til nægjusamrar fataneyslu og mismunandi þýðinga neytenda þegar að kemur að slíkri neyslu.
Rætt verður um mismunandi leiðir sem neytendur geta farið til að minnka áhrif fataneyslu sinnar ásamt því að ræða framtíðarhorfur.
Katla er 28 ára Akureyringur sem er nýflutt heim eftir að hafa menntað sig. Hún er með BS gráðu í Ferðamálafræði frá Háskóla Íslands og mastersgráðu í Umhverfisstjórnun og stefnumótun frá Háskólanum í Lundi. Hún starfar núna sem verkefnastjóri á sviði umhverfis- og loftlagsmála hjá Vistorku.
Kl. 20.30 verður Fatareddingakaffi í rýminu. Tilvalið tækifæri til að gera við fatnað eða fá ráðleggingar. Sjá nánar HÉR
Skoðaðu fleiri skemmtilega viðburði í Evrópsku nýtnivikunni HÉR