Mysingur I
Mysingur er tónleikaröð í portinu á bakvið Listasafnið á Akureyri.
Tónleikaröðin Mysingur fer af stað laugardaginn 18. júní næstkomandi, þar sem fram koma hljómsveitirnar Ólafur Kram og Hugarró. Tónleikarnir verða haldnir í portinu bakvið Listasafnið á Akureyri og er aðgangur ókeypis. Grillveitingar í boði, þar sem Mysingsborgarinn verður frumsýndur. Eitthvað í boði fyrir alla, alætur og grænkera.
Fylgist með undirbúningnum á Instagramreikningi Ketilkaffis @ketilkaffi.
Verkefnastjóri er Egill Logi Jónasson.
Verkefnið er unnið í samstarfi við Ketilkaffi og Listasafnið á Akureyri

Viðburðurinn er styrktur af Listasumri og Menningarsjóði Akureyrar.