Til baka

Myndlistarsýning barnanna - Huldufólk og þjóðsagnaverur

Myndlistarsýning barnanna - Huldufólk og þjóðsagnaverur

Myndlistarsýning um þjóðsagnaverur eftir 1. bekk í Glerárskóla.

Í tilefni af Barnamenningarhátíð á Akureyri og ráðstefnu um Huldufólk í heimabyggð heldur 1. Bekkur í Glerárskóla myndlistarsýningu í sýningarrými Amtsbókasafnsins á Akureyri.

Börnin eru 17 talsins og eru nú djúpt sokkin í sögur um álfa, huldufólk og aðrar vættir hjá umsjónarkennara sínum, Hólmfríði Guðnadóttur. Þau fara í leiðsögn um Huldustíg í lystigarðinum til að komast í návígi við þær verur sem þar búa. Eftir að hafa lært um þennan hulda heim á Íslandi velja þau sér veru til að mála á striga. Listaverkin verða til sýnis 6.-30. apríl ásamt stuttum viðtölum við börnin um veruna.

6. Apríl kl 12:00 bjóða börnin öllum áhugasömum á opnun sýningarinnar. Þar verður í boði kaffi og eitthvað sætt undir tönn. Kíkið endilega við og heilsið upp á listafólk framtíðarinnar.

„Við hvetjum ykkur til að mæta með umhverfisvænum hætti á viðburðinn. Frítt er í strætó og allir strætisvagnar stoppa í miðbænum í 300 metra fjarlægð frá safninu.“

 

Nánari upplýsingar:
Dagsetning: 6. – 30. apríl
Tímasetning: Sjá opnunartíma Amtsbókasafnsins
Staðsetning: Amtsbókasafnið
Aðgangseyrir: Enginn aðgangseyrir


Viðburðurinn er styrktur af Barnamenningarsjóði Akureyrarbæjar.

Skoðaðu viðburðadagatal hátíðarinnar HÉR

Hvenær
6. - 30. apríl
Hvar
Amtsbókasafnið, Brekkugata, Akureyri
Verð
enginn aðgangseyrir