Kettir eru einfarar að eðlisfari, þegar mikið flóð eyðileggur heimili kisa þá finnur hann skjól á báti fullum af mismunandi dýrategundum. Þrátt fyrir ágreining verða dýrin að læra að vinna saman til að lifa af. Þessi sjónræna og töfrandi mynd er án tals og hentar börnum á öllum aldri. Hljóð og myndgæði myndarinnar eru einstaklega vönduð og hún er því kjörin til þess að njóta í bíósal. En þess ber að geta að "Flow" vann Óskarsverðalunin 2025 í flokki teiknimynda. Aðgangur ókeypis.
Verkefnið er styrkt af Barnamenningarsjóði Akureyrarbæjar.