Til baka

Morgunflot í Sundlaug Akureyrar

Morgunflot í Sundlaug Akureyrar

Byrjaðu daginn á fljótandi slökunarstund í tilefni Akureyrarvöku.

Boðið verður upp á djúpslakandi flotupplifun undir handleiðslu vatnsmeðferðaraðila Flothettu þar sem þátttakendur eru leiddir af mýkt og öryggi inn í kyrrð og eftirgjöf í þyngdarleysi vatnsins. Við leyfum okkur að gefa eftir í vatninu og þiggja mjúka meðhöndlun sem hjálpar til við að losa um spennu og örva heilbrigt orkuflæði líkamans.

Hönnunarverkefnið Flothetta gengur út á djúpslakandi upplifunarhönnun. Flothetta hefur verið leiðandi í að skapa menningu slökunar í vatni s.l. 11 ár með hönnun á vörum og vatnsmeðferðum. Þess má geta að Flotmeðferð Flothettu var tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2020. Í umsögn dómnefndar segir m.a: „Flotmeðferðin sprettur upp úr sundmenningu Íslendinga en er líka kærkomin viðbót við hana. Hún er í takt við þær áherslur sem við höfum fundið fyrir síðustu ár; að verðmætasköpun er ekki bundin við framleiðslu hluta heldur getur svo sannarlega falist í upplifun, vellíðan og samveru.“

Allur búnaður á staðnum, en að sjálfsögðu má fólk koma með sína eigin flothettu.

Nánari upplýsingar:
Dagsetning: 26. ágúst
Tímasetning: kl. 10.00 - 11.00
Staðsetning: Sundlaug Akureyrar
Aðgangseyrir: Samkvæmt verðskrá Sundlaugar Akureyrar
Annað: Engin skráning, frystur kemur fyrstur fær, takmarkaður fjöldi


Viðburðurinn er styrktur af Akureyrarvöku 2023.

 

Hvenær
laugardagur, ágúst 26
Klukkan
10:00-11:00
Hvar
Sundlaug Akureyrar, Skólastígur, Akureyri
Verð
Samkvæmt verðskrá Sundlaugar Akureyrar