Til baka

Minjasafnið á Akureyri og Davíðshús á Akureyrarvöku

Minjasafnið á Akureyri og Davíðshús á Akureyrarvöku

Kl. 11.00-17.00 - Frítt inn og leiðsagnir í tilefni Akureyrarvöku.

Í tilefni 60 ára afmælis Minjasafnsins á Akureyri og því að safnið hlaut Íslensku safnaverðlaunin árið 2022 verður aðgangur ókeypis á Minjasafnið, Nonnahús, Leikfangasafnið og Davíðshús á Akureyrarvöku.

Yfirstandandi sýningar eru; Tónlistarbærinn Akureyri, Ástarsaga Íslandskortanna, Akureyri bærinn við Pollinn. Vinsælasta kjörbúð bæjarins, Litla-Kjörbúðin verður opin, hægt að grípa í hljóðfæri, fara í ljósmyndaleik eða bregða sér í búning og heimsækja ljósmyndastofuna eða leikrýmið í Leikfangasafninu.

Leiðsagnir:
Kl. 13:00 – 14:00 - Minjasafnið (Aðalstræti 58). Fjölskylduvæn leiðsögn um sýningarnar Ástarsaga Íslandskortanna, Tónlistarbærinn Akureyri með Haraldi Þór safnstjóra.
Kl. 15:00, 16:00 og 17:00 - Davíðshús (Bjarkarstígur 6). Leiðsögn um leyndardóma Davíðshúss með Svörtum fjöðrum.


Viðburðurinn er hluti af Akureyrarvöku.

Hvenær
laugardagur, ágúst 27
Klukkan
11:00-17:00
Hvar
Aðalstræti 58, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir
Nánari upplýsingar

Nánar um Minjasafnið HÉR