Til baka

Masterklassi, sýningar og Q&A með John R. Dilworth

Masterklassi, sýningar og Q&A með John R. Dilworth

John R. Dilworth er heiðursgestur Northern Lights - Fantastic Film Festival í ár
Hinn margverðlaunaði brautryðjandi & teiknari/kvikari John R. Dilworth er heiðursgestur Northern Lights - Fantastic Film Festival í ár!
Dilworth er virtur bandarískur teiknari, leikari, handritshöfundur, leikstjóri og framleiðandi, þekktastur sem skapari hinnar vinsælu teiknimyndaþáttaraðar “Courage the Cowardly Dog” (1999-2002). Dilworth var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir teiknimynd sína “The Chicken from Outer Space” (1996) og hafa verk hans verið innblástur fyrir marga listamenn og heillað áhorfendur um allan heim.
 
Viðburðir á hátíðinni með Dilworth:
 
1. Masterklassi & Q&A
Laugardagur, 2.Nóv / 13:00 - 15:00
Masterklassi þar sem Dilworth sýnir brot úr sínum “indy” verkum og gefur af sinni gríðarlegu reynslu og árangri sem kvikara. Dilworth tekur fyrir og ræðir allt frá fjármögnun til fagurfræði, fyrirtækjapólitík til hans eigin sköpunar og hugleiðinga.
Góður tími gefinn í Q&A með þátttakendum, inn á milli og/eða í kjölfarið.
 
2. “Courage the Cowardly Dog” - Sýning & Q&A
Sunnudagur, 3.Nóv / 15:30 - 17:15
Sýning á nokkrum þáttum úr þekktasta sköpunarverki Dilworth. Þættirnir voru sýndir reglulega á Cartoon Network á sínum tíma, vöktu gríðarlega athygli og eignuðust fjölmarga fylgismenn um heim allan. Q&A með þátttakendum í kjölfar sýningarinnar.
 
3. Q&A eftir sýningu á "Howl if You Love Me" (2024)
Tími og dagsetning kemur síðar
Nýjasta mynd Dilworths verður sýnd í samkeppni á hátíðinni.

Við vonum að sjá ykkur á hátíðinni þessa helgi, Northern Lights - Fantastic Film Festival á Akureyri!
Hvenær
31. október - 3. nóvember
Klukkan
19:00-17:15
Hvar
Deiglan Gilfélagið, Kaupvangsstræti, Akureyri