Mannfólkið breytist í slím 2025 - warm up no. I - Anime Defilement
Fyrstu upphitunartónleikar Mannfólkið breytist í slím 2025!
MBS & Reykjavík Deathfest kynna:
Mannfólkið breytist í slím 2025 - warm up no. I - Anime Defilement
Fram koma:
20:00 Sót
20:30 Dream The Name
21:00 Anime Torment
22:00 Devine Defilement
MBS og Reykjavík Deathfest bjóða til sögulegs viðburðar í Deiglunni! Tékkneska dauðarokksveitin Anime Torment sækir Akureyri heim ásamt trítilóðu slammfrömuðunum Devine Defilement!
Úr ranni héraðsfólks koma fram sveitirnar Sót og Dream The Name! Báðar hafa verið áberandi í jaðarkreðsum Akureyrar undanfarin ár og vakið verðskuldaða athygli fyrir bíræfna sviðsframkomu, framúrstefnulegar lagasmíðar og laghentan hljóðfæraleik!
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum er þetta í fyrsta sinn sem erlend dauðarokkshljómsveit stígur á svið á Akureyri!
Miðar seldir við hurð!
kr. 2.500
Slímið blífur!
Aðalviðburður Mannfólkið breytist í slím 2025:
https://fb.me/e/7Dp3Bvr3Z
MBS á instagram:
https://www.instagram.com/mbsskifur/
MBS á facebook:
https://www.facebook.com/mbsskifur/
MBS á veraldarvefnum:
https://mbsskifur.is/
Samstarfs- og styrktaraðilar MBS 2025 eru: Akureyrarbær, Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra - SSNE, KEA, Tónlistarsjóður, Norðurorka, Segull 67, HS Kerfi, Akureyri Backpackers & Rás 2.