DREYMIR þig um að að semja þína eigin tónlist?
Þá er Tónlistarsmiðjan fyrir þig! Hún er fyrir öll börn í 5.-10. bekk í grunnskólum á Norðurlandi eystra
Tónlistarmsiðjan er fyrir þá sem vilja kynnast því
Leiðbeinendur smiðjunnar eru engin önnur en Greta Salóme tónlistarkona sem einnig er
tónlistarstjóri UPPTAKTSINS á Akureyri – Tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna og Egill Andrason tónlistarmaður, tónskáld og leikari.
Takmarkaður fjöldi þátttakanda
Ekkert þátttökugjald
Nánari upplýsingar veitir Kristín Sóley viðburðastjóri á kristinsoley@mak.is
Gretu Salóme þekkja flestir Íslendingar enda hefur hún tvisvar sinnum verið fulltrúi
Íslands í Eurovision. Greta er tónlistarstjóri UPPTAKTSINS á Akureyri og hefur verið síðan 2021.
Egill Andrason er tónlistarmaður, sem hefur verið tilnefndur til Grímuverðlauna. Hann hefur samið tónlist m.a. fyrir Leikfélag Akureyrar og Þjóðleikhúsið. Hann er meðal höfunda laga og texta í sýningunni Teenage Songbook of Love and Sex sem hefur verið sýnd víðsvegar um Evrópu síðustu 5 ár. Árið 2021 gáfu hann og Eik Haraldsdóttir út plötuna Lygasögur, popprokkplötu sem þau sömdu á aldrinum 12-18 ára. Egill er jafnframt spunapíanóleikari Improv Íslands og semur söngleiki á staðnum með því félagi.